Bálför

Sérstakur grafreitur er fyrir duftker í Fossvogskirkjugarði (Sólland), Hafnarfjarðarkirkjugarði, Kópavogskirkjugarði, Garðakirkjugarði og Gufuneskirkjugarði. Einnig má jarða duftker í hvaða grafreit sem er með samþykki umsjónarmanns leiðis. Hjá innanríkisráðuneytinu er hægt að sækja um leyfi til að dreifa ösku látinna einstaklinga.

Þegar bálfararleiðin er valin fer athöfnin fram eins og við venjulega útför nema ekki er farið í kirkjugarð að athöfn lokinni. Stundum er kistan borin úr kirkju og viðstöddum boðið að að signa yfir hana.

Á höfuðborgarsvæðinu er hlutfall bálfara orðið um 45%. Nánari upplýsingar um bálfarir má finna á vef Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma sem rekur einu bálstofu landsins í Fossvogskirkju.