Saga fyrirtækisins

Útfararþjónusta Hafnarfjarðar var stofnað árið 2002 af Hálfdáni og Ólöfu og árið 2015 bættist Frímann í hópinn. Nafnið Frímann og Hálfdán – Útfararþjónusta kemur í kjölfarið þar sem hugmyndin er að binda nafnið ekki við eitt bæjarfélag, aðgreina fyrirtækið frá öðrum útfararþjónustum sem bera lík nöfn og láta koma skýrt fram hverjir standa á bak við útfararþjónustuna. Áfram verður þó notast við Útfararþjónusta Hafnarfjarðar-nafnið
innan Hafnarfjarðar.

Frímann Andrésson

Útfararstjóri

 Sími: 897 2468

Frímann Andrésson f. 1972 hefur starfarð við útfararþjónustu frá árinu 1996. Frímann útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund árið 1993 og starfaði hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófasdæma til ársins 1996 en þá hóf hann störf hjá Útfararstofu kirkjugarðanna. Árið 2015 hóf Frímann svo störf hjá Frímann og Hálfdán – Útfararþjónustu.

Hálfdán Hálfdánarson

Útfararstjóri

 Sími: 898 5765

Hálfdán Gústav Hálfdánarson f. 1963 hefur starfað við útfararþjónustu frá árinu 1996. Hálfdán er smiður að mennt og sér m.a. um líkkistuverkstæði Fjöl-smíð.

Ólöf Helgadóttir

Útfararþjónusta

 Sími: 898 3075

Ólöf Kristín Helgadóttir f. 1961 hefur starfað við útfararþjónustu frá árinu 2002. Ólöf hefur einnig umsjón með saumastofunni og sér um bókhald fyrirtækjanna.

Jón G. Bjarnason

Útfararþjónusta

 Sími: 793 4455

Húsnæðið

Skrifstofa Útfararþjónustunnar er í Stapahrauni 5, Hafnarfirði. Þar er rúmgóð og hlýleg aðstaða til að taka á móti aðstandendum. Þar er einnig líkkistuvinnustofan og saumastofan til húsa.

Líkbílar

Hjá okkur eru 4 sérútbúnar líkbifreiðar.
Cadillac árg. 2022
Cadillac árg. 2017
Cadillac árg. 2007
Ford árg. 2019 Flutningsbifreið

Fjöl-smíð

Hjá Frímann og Háldán – Útfararþjónustu er starfrækt líkkistuvinnustofan Fjöl-smíð sem framleiðir kistur og krossa. Fyrirtækið var stofnað árið 1995 og er einnig staðsett í Stapahrauni 5, Hafnarfirði.

Þar starfrækjum við einnig saumastofu þar sem saumuð eru rúmföt og kisturnar bólstraðar. Aðstandendum stendur þar af leiðandi til boða töluvert úrval af kistum, kistuskrauti, rúmfötum og bólstrun. Kistur og aðrar vörur sendum við hvert á land sem er. Allar okkar kistur eru umhverfis og gæðavottaðar og standast ýtrustu kröfur um greftrun og líkbrennslu.